Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur hefur það að markmiði sínu að efna með reglubundnum hætti til námskeiða og ráðstefna um guðfræði, kirkju og kristni. Félagið var stofnað með formlegum hætti á vordögum 2015 í tengslum við heimsókn Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge til Íslands. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um virka þátttakendur í stýrihópi félagsins.

Félagið er skráð hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.

Upplýsingar um félagið:
Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur
Kt.410415-0460
Lögheimili: Krossalind 16, 201 Kópavogur.

Stýrihópur

Eva Björk Valdimarsdóttir
Eva Björk ValdimarsdóttirPrestur
Eva Björk er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands en útskrifaðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands með Cand. Theol. próf árið 2013 og hefur starfað á vettvangi kirkjunnar síðan, m.a. í barna- og æskulýðsstarfi á vettvangi ÆSKÞ .
Guðni Már Harðarson
Guðni Már HarðarsonPrestur
Guðni Már er prestur í Lindakirkju en var vígður til Kristilegu skólahreyfingarinnar árið 2006. Hann er áhugamaður um predikunarfræði og skapandi leiðir til að auka almenna þátttöku í helgihaldi kirkjunnar.
Halldór Elías Guðmundsson
Halldór Elías GuðmundssonPrestur
Halldór Elías er prestur í Cleveland Heights, Ohio. Halldór Elías hefur skrifað fjölbreytt fræðsluefni fyrir kirkjulegt starf og hefur áratuga reynslu í æskulýðsstarfi og leiðtogaþjálfun.
Jóhanna Gísladóttir
Jóhanna GísladóttirPrestur
Jóhanna er sóknarprestur í Laugalandsprestakalli. Hún er með margra ára reynslu af barna- og æskulýðsstarfi og hefur lagt stund á nám í “Family Ministry”. Þá hefur Jóhanna unnið að gerð fræðsluefnis fyrir fermingarbörn á vegum Biskupsstofu.

Þátttakendur í fyrri stýrihópum

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Arndís G. Bernhardsdóttir LinnPrestur
Elína Hrund Kristjánsdóttir starfar sem prestur í Lágafellskirkju
í Mosfellsbæ. Hún hefur tekið virkan þátt starfi Kvennakirkjunnar og þjónað þar sem prestur.
Elína Hrund Kristjánsdóttir
Elína Hrund KristjánsdóttirPrestur
Elína Hrund Kristjánsdóttir er feministi. Hún starfar sem sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum og leggur stund á nám í hagnýtri jafnréttisfræði við H.Í. Hún hefur tekið virkan þátt starfi Kvennakirkjunnar frá því hún var stofnuð árið 1993.
Dr. Grétar Halldór Gunnarsson
Dr. Grétar Halldór GunnarssonPrestur
Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Kópavogskirkju. Grétar er með meistarapróf frá Princeton Seminary í Bandaríkjunum og með doktorsgráðu frá Edinborgarháskóla.
Hildur Björk Hörpudóttir
Hildur Björk HörpudóttirPrestur
Hildur Björk er með BA og Mag. theol í guðfræði, diplómu í hagnýtum jafnréttisfræðum, MS-próf í mannauðsstjórnun, kennsluréttindi, MA gráðu í praktískri guðfræði og certification in Family Ministry. Hildur Björk er prestur í Reykholti.
Jón Ómar Gunnarsson
Jón Ómar GunnarssonPrestur
Jón Ómar Gunnarsson er prestur í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Hann lauk guðfræðinámi 2008 og vígðist sama ár sem æskulýðsprestur KFUM og KFUK á Íslandi og Kristilegu skólahreyfingarinnar.
Sigfús Kristjánsson
Sigfús KristjánssonPrestur
Sigfús Kristjánsson hefur starfað sem prestur í Hjallakirkju og fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Hann er nú sendiráðsprestur í Danm´örku.