Áhugahópur um Guðfræðiráðstefnur í samstarfi við Kjalarnesprófastsdæmi stóð að ráðstefnu haustið 2017 með þátttöku tveggja kvenna sem báðar eru leiðandi á sínu sviði í kirkjulega starfi í Bandaríkjunum. Um var að ræða tveggja daga seminar fyrir presta, djákna, guðfræðikandítata, æskulýðsleiðtoga og annað starfsfólk kirkjunnar. Öll dagskrá var í Langholtskirkju í Reykjavík. Nærri 70 þátttakendur voru á ráðstefnunni.

Prófessor Karoline M. Lewis er einn fremsti lútherski fræðimaður samtímans og vinsæll fyrirlesari. Hún var vígð sem prestur til ELCA, systurkirkju þjóðkirkjunnar í BNA, áður en hún lagði fyrir sig doktorsnám í Nýja testamentis- og predikunarfræðum við Emory háskólann í Atlanta. Hún kennir nú predikunarfræði í Luther Seminary í Minnesota.

Auk Karoline Lewis bauð hópurinn Abigail Visco Rusert, framkvæmdastjóra The Institute for Youth Ministry við Princeton Seminary að taka þátt í ráðstefnunni. Abigail Visco Rusert er vígður prestur í Öldungakirkju (Presbyterian – PC-USA) Bandaríkjanna og er með 15 ára reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum í kristilegu starfi.

Fimmtudagurinn 31. ágúst

09:00-09:45 Morgunverður og skráning

09:45-10:00 Helgistund

10.00-12.00 Fyrirlestur I um prédikunarfræði – Fyrirlesari: Karoline Lewis

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-14.00 Fyrirlestur um safnaðaruppbyggingu og starf með sjálfboðaliðum – Fyrirlesari: Abigail Visco Rusert

Föstudagurinn 1. september

09:00-09:45 Morgunverður og skráning

09:45-10:00 Helgistund

10.00-12.00 Fyrirlestur II um prédikunarfræði – Fyrirlesari: Karoline Lewis

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-14.00 Fyrirlestur II um safnaðaruppbyggingu og starf með sjálfboðaliðum – Fyrirlesari: Abigail Visco Rusert

Glærur frá fyrirlestrum Karoline M Lewis

Samstarfs- og stuðningsaðilar

Kjalarnesprófastsdæmi er í samstarfi við Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur um heimsókn Karoline M. Lewis og Abigail Visco Rusert til Íslands.

Stuðningsaðilar

Eftirfarandi aðilar hafa nú þegar stutt við Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur svo heimsókn Karoline og Abigail megi verða að veruleika.

Stýrihópur fyrir heimsókn Karoline M Lewis og Abigail Visco Rusert

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Grétar Halldór Gunnarsson, Guðni Már Harðarson, Halldór Elías Guðmundsson, Hildur Björk Hörpudóttir, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ómar Gunnarsson.