Gestur áhugahóps um guðfræðiráðstefnur á árinu 2020 er Mark Yaconelli. Hann er rithöfundur og ræðumaður, hann leiðir íhugunarstundir, hann er aktívisti, æskulýðsleiðtogi, eiginmaður og faðir. 

Mark Yaconelli ferðast um heiminn og hjálpar fólki að segja sögur, bæði með áhugaverðum og spennandi fyrirlestrum og ekki síður með skemmtilegum smiðjum. Þá hefur hann hefur skrifað fjölda bóka um æskulýðsstarf, m.a. hina frábæru bók Contemplative Youth Ministry. Hægt er að læra meira um Mark Yaconelli á vefsíðunni https://markyaconelli.wordpress.com.

Yaconelli verður með seminar um listina að segja sögur (e. story telling) í samhengi prédikunarinnar fyrir presta og leiðtoga. Vegna óvissu um dagskrá í kirkjum næstu vikur og mánuði er endanleg dagsetning fyrir heimsókn Mark Yaconelli ekki komin.

“You will find Mark Yaconelli to be a wise and patient teacher with a lovely sense of humor. And if you’re anything like me, you’ll find direction and validation and a lot of truly great suggestions in his words.”  —Anne Lamott