Dr. Jessy Defenderfer
Séra Jes Kast

Faith and Politics in America:

What is going on with American politics and how does the Gospel respond to a growing Christian nationalism?

Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur boðar til samveru með Rev. Jes Kast og Dr. Jessy Defenderfer um bandarísk stjórnmál og hvernig fagnaðarerindið um Jesú Krist felur í sér viðbrögð við því sem kalla má kristna þjóðernisstefnu (Christian Nationalism).

Samveran verður haldin í Lindakirkju, föstudaginn 11. október kl. 12:00. Boðið verður upp á hádegisverð.

Dr. Jessy Defenderfer er dósent í stjórnmálafræði við Communwealth University í Bloomsburg, Pennsylvaníufylki, Rannsóknir hennar og kennsla fjalla um hegðun kjósenda, gildi í stjórnmálum og konur á hinu pólitíska sviði. Vinsælasta námskeiðið hennar fjallar um grundvallarhugmyndir um ríkisborgararétt út frá Harry Potter bókunum. Nýjasta bók Dr. Defenderfer er athugun á lagalegri stöðu fimm yfirráðasvæða Bandaríkjanna (m.a. Puerto Rico og Guam).

Séra Jes Kast er prestur Faith United Church of Christ í bænum State College í Pennsylvaníufylki. Áður en hún kom til State College, þjónaði kirkju hún í New York borg og starfaði jafnframt í súpueldhúsi fyrir heimilislausa sem heitir A Taste of Heaven. Þá var Séra Kast í ráðgjafaráði fylkisstjóra New York á sviði trúmála. Sojourners Magazine útnefndi hana sem eina af 10 konum sem mótuðu kristna kirkju í BNA árið 2022. Greinar eftir Séra Jes Kast hafa birst í The Atlantic, Spirituality and Health Magazine, Sojourners Magazine og víðar.