Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur stóð að guðfræðiráðstefnu í Langholtskirkju dagana 30. og 31. ágúst 2018 í samstarfi við Kjalarnesprófastsdæmi. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Dr. Anna Carter Florence og Dr. Mark Allan Powell.

Dr. Mark Allan Powell er prófessor í Nýja Testamentisfræðum við Trinity Lutheran Seminary at Capital University og fræðimaður á sviði Biblíurannsókna. Mark Allan Powell er ritstjóri HarperCollins Bible Dictionary og hefur skrifað yfir þrjátíu bækur, m.a. Introducing the New Testament: A Historical, Literary, and Theological Survey og Jesus as a Figure in History. Dr. Powell hefur sinnt þverkirkjulegum og alþjóðlegum verkefnum og var um margra ára skeið í framkvæmdastjórn Catholic Biblical Association. Hann hefur kennt við guðfræðideildir í Eistlandi, Rússlandi og í Tanzaníu. Þá er Dr. Powell ritstjóri fyrir Nýja testamentishluta vefsíðu The Society of Biblical Literature sem ber heitið Bible Odyssey og hefur í 15 ár verið formaður nefndar á vegum The Society of Biblical Literature um sagnfræðilegar rannsóknir á Jesú (Historical Jesus).

Dr. Anna Carter Florence, prófessor í predikunarfræðum við The Columbia Theological Seminary, hefur sömuleiðis samþykkt boð um að tala á ráðstefnunni þetta árið. Anna Carter Florence er nú um mundir einhver mest spennandi fræðimaður Bandaríkjanna á sviði predikunarfræða. Anna Carter Florence hefur gefið út fjölda bóka, en væntanleg bók hennar, Rehearsing Scripture: Discovering God’s Word in Community mun kom út rétt áður en hún sækir Ísland heim.

Mark Allan Powell og Anna Carter Florence eru bæði með áratugalanga reynslu af kennslu, rannsóknum og útgáfu og eru bæði þekkt fyrir að gera fræðin aðgengileg, áhugaverð og skemmtileg.

Fimmtudagurinn 30. ágúst

09:00-09:45 Morgunverður og skráning

09:45-10:00 Helgistund

10.00-12.00 Fyrirlestur I – Dr. Anna Carter Florence

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-15.00 Fyrirlestur II – Jesus Takes Sides: The Beatitudes as God’s Apology – Dr. Mark Allan Powell

Föstudagurinn 31. ágúst

09:00-09:45 Morgunverður og skráning

09:45-10:00 Helgistund

10.00-12.00 Fyrirlestur III – Jesus Thinks Twice: A Kingdom for Unrepentant Prostitutes – Dr. Mark Allan Powell

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-15.00 Fyrirlestur IV – Dr. Anna Carter Florence

Kjalarnesprófastsdæmi var í samstarfi við Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur um heimsókn Dr. Anna Carter Florence og Dr. Mark Allan Powell til Íslands.

Eftirfarandi aðilar studdu við Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur svo heimsókn Dr. Anna Carter Florence og Dr. Mark Allan Powell mætti verða að veruleika.

Stýrihópur fyrir heimsókn Karoline M Lewis og Abigail Visco Rusert

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Grétar Halldór Gunnarsson, Guðni Már Harðarson, Halldór Elías Guðmundsson, Hildur Björk Hörpudóttir, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ómar Gunnarsson.