Dr. Cláudio Carvalhaes er guðfræðingur og sérfræðingur í helgihaldi. Hann er listamaður og leikskáld sem lætur sér annt um jörðina og hugsar á skapandi hátt um umhverfismál.

Skapandi helgihald og umhverfið

Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur kynnir ráðstefnu um skapandi helgihald og umhverfismál með Dr. Claudio Carvalhaes fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. september í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Ráðstefnan er haldin af Prestafélagi Íslands með styrk frá Starfsþróunarsetri BHM.

Cláudio Carvalhaes er guðfræðingur og sérfræðingur í helgihaldi. Hann er listamaður og leikskáld sem lætur sér annt um jörðina og hugsar á skapandi hátt um umhverfismál. Carvalhaes ólst upp í São Paulo í Brasilíu en er í dag prófessor á sviði helgihalds við Union Theological Seminary í New York. Haustið 2023 fékk Carvalhaes viðurkenningu sem Skapandi leikskáld (e. The Most Creative Play) á The New York Theater Festival. Viðurkenninguna fékk hann fyrir leikritið When Wajcha Meets Pachamama. 

Dr. Cláudio Carvalhaes lauk doktorsgráðu í Helgisiðafræðum og guðfræði frá Union Theological Seminary í New York City árið 2007. Áður hafði hann lokið meistaragráðu í guðfræði, heimspeki og sögu frá Methodist University í Sao Paulo og einnig lauk hann embættisprófi í guðfræði frá the Independent Presbyterian Theological Seminary (Sao Paulo, Brazil) árið 1992.

Dr. Carvalhaes kom til Union Seminary árið 2016, en áður hafði hann kennt við McCormick Theological Seminary, Lutheran Theological Seminary í Fíladelfíu og Louisville Presbyterian Theological Seminary.

Dagskrá ráðstefnunar hefst með morgunverðarhlaðborði og helgihaldi kl 9:00 báða dagana. Boðið verður upp á hádegisverð.

Dagskrá

Fimmtudagur 26. september

09:00-09:45  Skráning og morgunverður

09:45-10:15  Helgihald

10:30-11:00 Fyrirlestur: Liturgy and Preaching- Are they really connected?

11:00-12:00  Vinnustofa / Prédikun 1: Preparing and Preaching

12:00-13:00 Hádegisverður

13:00-13:30 Fyrirlestur: Joy for Sad Times OR Metaphors for Preachers

13:15-14:30  Vinnustofa / Prédikun 2: Preparing and Preaching

Föstudagur 27. september

09:00-09:45  Morgunverður

09:45-10:15  Helgihald

10:30-11:00 Fyrirlestur: Preaching as environmental engagement

11:00-12:00  Vinnustofa / Prédikun 3: Preparing and Preaching

12:00-13:00 Hádegisverður

13:00-13:30 Fyrirlestur: Sacraments and Ecology

13:15-14:30  Vinnustofa / Prédikun 4: Preparing and Preaching

14:30-15:30 Að undirbúa helgihald

15:30-16:00 Lokahelgihald