Áhugahópurinn í samstarfi við Félag Prestsvígðra kvenna skipulagði ferð á The Festival of Homiletics í maí 2019. Ráðstefnan var haldin í Minneapolis, Bandaríkjunum. Ráðstefnan var sú 27. í röðinni en hana sóttu um 1.600 prestar og kirkjustarfsfólk.
Í tengslum við ráðstefnuna var íslenska hópnum boðið í skipulagðar heimsóknir í vinakirkjur Íslendinga á svæðinu og ýmsa aðra dagskrá. Þá var boðið upp á frítíma til að njóta alls þess sem þessi spennandi borg hefur upp á að bjóða.
Ferðanefndina skipuðu: Elína Hrund Kristjánsdóttir, Guðni Már Harðarson, Jóhanna Gísladóttir og Hildur Björk Hörpudóttir. Þá var Halldór Elías Guðmundsson hópnum til aðstoðar.