Ráðstefna með Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge var haldin í Langholtskirkju í Reykjavík 27.-28. ágúst 2015. Þátttakendur voru tæplega 70, auk þess sem um 50 aðrir gestir sóttu guðsþjónustu í loks ráðstefnunnar.
Fyrirlestrar Jodi Houge
Hvernig kirkja er Humble Walk Lutheran Church?
Sr. Jodi Houge fjallar um guðfræði, helgihald og vitnisburð kirkjunnar sem hún stofnaði í St. Paul 2006.
Að brúa bilið: að vera í tengslum við nærsamfélagið.
Jodi mun fjalla um hvernig og hvers vegna sóknarkirkjan geti og eigi að byggja upp tengsl við nærsamfélag sitt.
Fyrirlestrar Nadia Bolz-Weber
Hvernig tengjum við ritninguna og helgihaldið við hverdaginn og það sem gerist í samtíma okkar.
(In English: Connecting the real events in the world and in people’s lives with the scriptures and liturgy of the church.)
Að standa berskjölduð í kristnu samfélagi og segja sannleikann um okkur sjálf og Guð.
(In English: Vulnerability and telling the truth about ourselves, our lives and our God in the context of Christian community.)
Dagskrá ráðstefnunnar
Fimmtudagur 27. ágúst
09:00-10:00 Morgunverðarhlaðborð og skráning
10:00-10:15 Helgihald
10:20-11:20 Jodi Houge – Að brúa bilið: að vera í tengslum við nærsamfélagið.
11:30-12:30 Vinnuhópar
12.30-13:30 Hádegisverður
13:30-14:30 Nada Bolz-Weber – Hvernig tengjum við ritninguna og helgihaldið við hverdaginn og það sem gerist í samtíma okkar.
14:45-15:45 Vinnuhópar
Föstudagur 28. ágúst
09:00-10:00 Morgunverðarhlaðborð
10:00-10:15 Helgihald
10:20-11:20 Nadia Bolz-Weber – Að standa berskjölduð í kristnu samfélagi og segja sannleikann um okkur sjálf og Guð.
11:30-12:30 Vinnuhópar
12:30-13:30 Hádegisverður
13:30-14:30 Jodi Houge – Hvernig kirkja er Humble Walk Lutheran Church?
14:45-15:45 Vinnuhópar
15:45-16:15 Kaffihlé
16:15-17:15 Guðsþjónusta
Samstarfs- og stuðningsaðilar
Eftirfarandi aðili er í samstarfi við Áhugamannafélag um guðfræðiráðstefnur um heimsókn Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge til Íslands.
- Kjalarnesprófastsdæmi
Eftirfarandi aðilar hafa stutt við Áhugamannafélag um guðfræðiráðstefnur svo heimsókn Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge til Íslands megi verða að veruleika.
- Langholtskirkja í Reykjavík
- Prestafélag Íslands
- Reykjavíkurprófastsdæmi – eystra
- Reykjavíkurprófastsdæmi – vestra
- Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
- Biskupsstofa
Stýrihópur fyrir heimsókn Jodi og Nadia
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Grétar Halldór Gunnarsson, Guðni Már Harðarson, Halldór Elías Guðmundsson, Hildur Björk Hörpudóttir, Jóhanna Gísladóttir, Jón Ómar Gunnarsson og Sigfús Kristjánsson.