Gestur áhugahóps um guðfræðiráðstefnur 2022 var Mark Yaconelli. Hann er rithöfundur og ræðumaður. Hann leiðir íhugunarstundir. Hann er aktívisti og æskulýðsleiðtogi.
Mark Yaconelli ferðast um heiminn og hjálpar fólki að segja sögur, bæði með áhugaverðum og spennandi fyrirlestrum og ekki síður með skemmtilegum smiðjum. Þá hefur hann hefur skrifað fjölda bóka um æskulýðsstarf, m.a. hina frábæru bók Contemplative Youth Ministry. Hægt er að læra meira um Mark Yaconelli á vefsíðunni https://markyaconelli.wordpress.com.
Yaconelli var með ráðstefnu þriðjudag 27. og miðvikudag 28. september í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði um listina að segja sögur (e. story telling). Þátttakendur upplifðu hvernig persónulegar sögur hafa áhrif á prédikun, trúarlega uppbyggingu, baráttu fyrir réttlæti og hvers konar starf í kirkjunni. Á námskeiðinu var notast við kyrrðarstundir, fyrirlestra, æfingar af ýmsu tagi og guðfræðilega íhugun undir leiðsögn Mark Yaconelli. Mark gaf þátttakendum hagnýtar upplýsingar sem koma að gagni þegar segja á sögur og kynnti leiðir til að hafa sögustundir og fjalla um hvernig við getum talað um nánd okkar við Guð.
Þriðjudagur 27. september
09:00-09:45 Morgunverður og skráning
09:45-10:15 Helgistund
10:30-12:00 Fræðslusamvera I
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:30 Fræðslusamvera II
Miðvikudagur 28. september
09:00-09:45 Morgunverður og skráning
09:45-10:15 Helgistund
10:30-12:00 Fræðslusamvera III
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:30 Fræðslusamvera IV
14:30-15:30 Guðsþjónusta
“You will find Mark Yaconelli to be a wise and patient teacher with a lovely sense of humor. And if you’re anything like me, you’ll find direction and validation and a lot of truly great suggestions in his words.” —Anne Lamott
Ráðstefnan var styrkt af Kjalarnesprófastsdæmi, Íslandshótelum, Vísindasjóði Prestafélags Íslands og Prestafélagi Íslands.