Rob Bell var aðalræðumaður á tveggja daga ráðstefnu í Langholtskirkju í Reykjavík dagana 1. og 2. september 2016. Tæplega 100 manns sóttu ráðstefnuna.

Fyrri daginn talaði hann tala út frá þemanu „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ og síðari daginn fjallaði hann um „Jafnvægi í lífi leiðtogans.“

Rob Bell var valinn einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af Time Magazine árið 2011 enda þykir hann hafa haft umbreytandi áhrif á trúarlegt landslag í Bandaríkjunum.

Dagskrá ráðstefnunnar

1. september – fimmtudagur

09.30-10.00 Skráning og morgunverðarhlaðborð – innifalið í skráningargjaldi
10.00-12.00 Fyrirlestur „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“
12.00-13.00 Hádegisverður – innifalinn í skráningargjaldi
13.00-14.00 Samandregin orð og spurningatími (Q&A)

2. september – föstudagur

09.30-10.00 Morgunverðarhlaðborð – innifalið í skráningargjaldi
10.00-12.00 Fyrirlestur: „Jafnvægi í lífi leiðtogans“
12.00-13.00 Hádegisverður – innifalinn í skráningargjaldi
13.00-14.00 Samandregin orð og spurningatími (Q&A)

Samstarfsaðili

Kjalarnesprófastsdæmi var í nánu samstarfi við Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur um heimsókn Rob Bell til Íslands.

Stuðningsaðilar

  • Langholtskirkja í Reykjavík
  • Reykjavíkurprófastsdæmi – eystra
  • Reykjavíkurprófastsdæmi – vestra
  • Suðurprófastsdæmi
  • Vestfjarðaprófastsdæmi
  • Biskupsstofa
  • Prestafélag Íslands
  • Vísindasjóður Prestafélags Íslands
  • Fosshótel Reykjavík
  • Vífilfell

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

Í lok ágúst 2016 kom út hjá Skálholtsútgáfu bókin Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð eftir Rob Bell, í þýðingu Grétars Halldórs Gunnarssonar. Þetta var fyrsta bókin sem kom út á íslensku eftir Rob Bell.

Í bókinni glímir Rob Bell, á nýstárlegan hátt við Guð og nýja tíma. Hann spyr margra knýjandi spurninga og fer óhefðbundar leiðir til að svara þeim. Hann ögrar lesendum og sýnir fram á að engin ástæða sé til að útiloka Guð. Þvert á móti sé Guð á undan okkur og laðar okkur áfram inn í tilveru sem er full af lífi, lit og krafti.

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð er einstaklega læsileg bók og bráðskemmtileg. Hún vekur margar áleitnar spurningar og kveikir umræður.

Stýrihópur fyrir heimsókn Rob Bell

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Grétar Halldór Gunnarsson, Guðni Már Harðarson, Halldór Elías Guðmundsson, Hildur Björk Hörpudóttir, Jóhanna Gísladóttir, Jón Ómar Gunnarsson og Sigfús Kristjánsson.