Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur hefur það að markmiði sínu að efna með reglubundnum hætti til námskeiða og ráðstefna um guðfræði, kirkju og kristni. Félagið var stofnað með formlegum hætti á vordögum 2015 í tengslum við heimsókn Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge til Íslands. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um virka þátttakendur í stýrihópi félagsins.

Félagið er skráð hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.

Upplýsingar um félagið:
Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur
Kt.410415-0460
Lögheimili: Krossalind 16, 201 Kópavogur.

Stýrihópur

Eva Björk Valdimarsdóttir
Eva Björk ValdimarsdóttirPrestur
Eva Björk er biskupsritari. Hún með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla og útskrifaðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands með Cand. Theol. próf árið 2013.
Guðni Már Harðarson
Guðni Már HarðarsonPrestur
Guðni Már er prestur í Lindakirkju en var vígður til Kristilegu skólahreyfingarinnar árið 2006. Hann er áhugamaður um predikunarfræði og skapandi leiðir til að auka almenna þátttöku í helgihaldi kirkjunnar.
Halldór Elías Guðmundsson
Halldór Elías GuðmundssonPrestur
Halldór Elías er prestur í Cleveland Heights, Ohio og framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags.
Jónína Ólafsdóttir
Jónína ÓlafsdóttirPrestur
Jónína Ólafsdóttir er sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Hún var vígð til prestsþjónustu árið 2019. Jónína lauk mag. theol.-prófi 2017 og diplómaprófi í sálgæslu 2019.

Þátttakendur í fyrri stýrihópum

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Arndís G. Bernhardsdóttir LinnPrestur
Elína Hrund Kristjánsdóttir starfar sem prestur í Lágafellskirkju
í Mosfellsbæ. Hún hefur tekið virkan þátt starfi Kvennakirkjunnar og þjónað þar sem prestur.
Elína Hrund Kristjánsdóttir
Elína Hrund KristjánsdóttirPrestur
Elína Hrund Kristjánsdóttir er feministi. Hún starfar sem sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum. Hún hefur tekið virkan þátt starfi Kvennakirkjunnar frá því hún var stofnuð árið 1993.
Dr. Grétar Halldór Gunnarsson
Dr. Grétar Halldór GunnarssonPrestur
Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Kópavogskirkju. Grétar er með meistarapróf frá Princeton Seminary í Bandaríkjunum og með doktorsgráðu frá Edinborgarháskóla.
Hildur Björk Hörpudóttir
Hildur Björk HörpudóttirPrestur
Hildur Björk er með BA og Mag. theol í guðfræði, diplómu í hagnýtum jafnréttisfræðum, MS-próf í mannauðsstjórnun, kennsluréttindi, MA gráðu í praktískri guðfræði og certification in Family Ministry. Hildur Björk er prestur í Reykholti.
Jóhanna Gísladóttir
Jóhanna GísladóttirPrestur
Jóhanna er sóknarprestur í Laugalandsprestakalli. Hún er með margra ára reynslu af barna- og æskulýðsstarfi og hefur lagt stund á nám í “Family Ministry”. Þá hefur Jóhanna unnið að gerð fræðsluefnis fyrir fermingarbörn á vegum Biskupsstofu.
Jón Ómar Gunnarsson
Jón Ómar GunnarssonPrestur
Jón Ómar Gunnarsson er prestur í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Hann lauk guðfræðinámi 2008 og vígðist sama ár sem æskulýðsprestur KFUM og KFUK á Íslandi og Kristilegu skólahreyfingarinnar.
Sigfús Kristjánsson
Sigfús KristjánssonPrestur
Sigfús Kristjánsson hefur starfað sem prestur í Hjallakirkju og fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Hann er nú sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn.